spot_img
HomeFréttirNBA: Búist við að Collins taki við Bulls

NBA: Búist við að Collins taki við Bulls

18:30

{mosimage}

Doug Collins fyrir um 20 árum ásamt aðstoðarmanni sínum þáverandi, Phil Jackson  

 

Búist er við því Vestanhafs að um miðja þessa viku muni Chicago Bulls kynna Doug Collins sem nýjan þjálfara liðsins. Collins er flestum hnútum kunnugur hjá Bulls en hann þjálfaði liðið á árunum 1986-1989 en á þessu síðasta ári sínu var hann rekinn úr þjálfarastól Bulls og aðstoðarmaður hann, Phil Jackson tók við. Verði Collins ráðinn mun hann taka við af Scott Skiles sem er fyrrum leikmaður og síðar þjálfari Bulls.

 

John Paxon fyrrum leikmaður Bulls og núverandi framkvæmdastjóri hefur mikið dálæti á Collins og herma heimildir að Collins muni vera spenntur fyrir því að taka við Bulls, yngsta liði deildarinnar hvað varðar aldur leikmanna. Þá mun áhugi Collins fyrir þjálfun Bulls einnig snúast um þá staðreynd að Bulls fá að velja fyrstir í nýliðavalinu þetta árið.

 

[email protected]

Mynd: Chicago Sun Times

Fréttir
- Auglýsing -