spot_img
HomeFréttirNBA: Búist við að Cassell semji við Celtics

NBA: Búist við að Cassell semji við Celtics

22:30
{mosimage}

 

(Sam Cassell) 

 

Búist er við því að Sam Cassell gangi á næstunni til liðs við Boston Celtics samkvæmt umboðsmanni Cassell, David Falk. Að öllum líkindum mun Cassell verða varaleikstjórnandi fyrir Rajon Rondo. Cassell hefur leikið í 15 ár í NBA deildinni og er 38 ára gamall. Cassell hefur m.a. leikið með LA Clippers, Houston Rockets, New Jersey Nets, Phoenix Suns og Milwaukee Bucks.

 

Falk sagði að Cassell myndi næsta örugglega semja við Boston ef allt gengi að óskum en þá hittir hann fyrir gamlan liðsfélaga í Kevin Garnett en Cassell var um tíma á mála hjá Minnesota Timberwolves.

 

Boston eru með besta árangurinn í NBA deildinni þetta árið með 46 sigra og 12 tapleiki og sagði leikstjórnandinn Rajon Rondo að honum litist vel á að fá Cassell til liðsins því koma hans gæti aðeins hjálpað honum sjálfum sem leikmanni.

Cassell sem hefur leikið síðustu þrjú ár með LA Clippers er með 12,8 stig að meðaltali í leik og 4,7 stoðsendingar. 

[email protected]  

Fréttir
- Auglýsing -