spot_img
HomeFréttirNBA: Búið að leysa deilu Brown og New York

NBA: Búið að leysa deilu Brown og New York

10:08

{mosimage}

Búið er að leysa deilu Larry Brown og New York Knicks. Hafa báðir aðilar komist að samkomulagi og eru nú báðir aðilar lausir allra mála.

Forsaga þessa máls er löng við á Karfan.is höfum fylgst vel með þessu. David Stern tók það að sér að gerast gerðardómari í deilunum. En þess þurfti ekki þar sem deiluaðilar leystu sín mál sjálfir.

Ekki var gefið upp hve mikið Larry Brown fengi en hann krafðist þess að fá $52 milljónir, $40 vegna samningsins sem hann átti eftir og $12 milljónir í bætur og kostnað.

Ljóst er að hann fékk ekki alla upphæðina en í NBA-deildinni hafa menn verið mjög gjafmildir þegar kemur að því að kaupa upp samninga og því er ekki ólíklegt að hann hafi fengið töluvert mikið í vasann.

Fréttir
- Auglýsing -