16:00
{mosimage}
Larry Brown hefur sagt upp stöðu sinni hjá Philadelphia 76ers en hann kom til liðsins í janúar 2007 og hefur gegnt stöðu varaforseta framkvæmdastjórnar.
Þessi ákvörðun hans gæti tengst því að hann taki að sér þjálfun hjá einhverju því liði sem vantar þjálfara en hann hefur verið orðaðu við nokkur lið.
Larry Brown þjálfaði New York síðast og var sagt upp störfum sem endaði með málaferlum. Hann leiddi Philadelpiu til úrslita um NBA-titilinn árið 2001.
Mynd: AP



