spot_img
HomeFréttirNBA: Brand til Philadelphia

NBA: Brand til Philadelphia

02:01

{mosimage}

Elton Brand hefur ákveðið að ganga til liðs við Philadelphiu og yfirgefur hann því lið sitt L.A. Clippers. Brand fór á frjálsri sölu til Philadelphiu þar sem hann var samningslaus. Brand fékk betra tilboð frá Philadelphiu heldur en hann fékk frá Clippers en boð Golden State var hærra en á endanum valdi hann upphæðina á milli.

Það er talið að hann fái um 82 milljónir dollara fyrir 5 ára samning frá Philadelphiu. Clippers buðu honum 70 milljónir og Golden State 90.

Samkvæmt umboðsmanni Brand fékk hann tilboð frá Clippers þann 30. júní síðastliðinn. Voru það afar kostir. Það er þetta eða ekkert. Var sú upphæð eins og var greint frá töluvert lægri en aðrir voru að bjóða honum. ,,Mín ætlun var að reyna finna eitthvað út með Clippers,” sagði Brand.

Brand fékk sig lausan frá Clippers fyrir nokkru til þess að kanna markaðinn og sjá hvað félagið hans vildi gera til þess að bæta liðið. Þeir fengu leikstjórnandann Baron Davis en þrátt fyrir það ákvað hann að yfirgefa englaborgina.

Mun hann fá mikla gagnrýni fyrir þessi skipti en Elton Brand er einn fárra sem hefur verið stoltur af því að tilheyra Clippersliðinu en hann lék með liðinu undanfarin sjö tímabil og var andlit liðsins útá við.

Þessi skipti styrkja lið Philadelphiu afar mikið en þeir létu þá Calvin Booth og Rodney Carney til Minnesota til þess að búa til pláss undir launaþakinu.

Philadelphia komst í úrslitakeppnina síðastliðið vor og stóð sig afar vel. Datt út í fyrstu umferð gegn Detroit en náði forystunni tvisvar í einvíginu en tapaði á endanum 4-2.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -