spot_img
HomeFréttirNBA: Boston vann: LeBron klikkaði á sigurskotinu

NBA: Boston vann: LeBron klikkaði á sigurskotinu

10:45

{mosimage}
/Brendan Haywood miðherji Washington fagnar eftir sigur sinna manna í nótt)

Boston komst aftur á sigurbraut þegar þeir unnu stórsigur á Atlanta í nótt 110-85 en leikurinn var í beinni útsendingu á NBAtv. Paul Pierce var stigahæstur Boston manna með 22 stig en fimm aðrir leikmenn skoruðu 10 stig eða meira. Hjá Atlanta var Joe Johnson með 21 stig og nýliðinn Al Horford var þriðju þrennuna í einvíginu með 14 stig og 10 fráköst.

Liðin skiptust á að hafa forystuna aðeins í 1. leikhluta en svo stungu Boston menn af en þeir voru áfjáðir í að reka af sér slyðruorðið en þeir töpuðu leik þrjú og fjögur gegn Atlanta. Næsti leikur þessa liða verður í Atlanta á föstudagskvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl. 00:00. Staðan í einvíginu er 3-2 fyrir Boston.

Caron Butler var hetja Washington manna sem unnu Cleveland með einu stigi 88-87 og tryggðu sér einn leik í viðbót. Hann kom þeim yfir þegar aðeins 3.9 sekúndur voru eftir. LeBron James átti lokaskotið en geigaði. Einn leikur í viðbót.

Cleveland menn hafa mikið kvartað yfir  harðri meðferð Washington manna á LeBron James og í nótt sauð upp úr enn einu sinni. Að þessu sinni sló Darius Songaila LeBron viljandi. Hægt er að sjá upptöku af því hér. LeBron tók þessu eins og maður en þetta virðist vera eina leiðin til að stöðva LeBron.

Stigahæstur hjá Washington var Caron Butler með 32 stig en liðið lék án Gilbert Arenas vegna meiðsla. Hjá Cleveland skoraði LeBron James 34 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Staðan í einvíginu er 3-2 fyrir Cleveland en næsti leikur verður í Washington.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -