spot_img
HomeFréttirNBA: Boston þarf einn sigur í viðbót

NBA: Boston þarf einn sigur í viðbót

09:11

{mosimage}
(Núna þekki ég þig – gæti Kevin Garnett verið að segja við liðsfélaga
 sinn Ray Allen sem átti skínandi góðan leik í nótt)

Boston Celtics vann Detroit Piston í nótt 106-102 og er þar með komnir í 3-2 í einvígi sínu við strákana úr bílabænum. Ray Allen sem hefur verið eins og skugginn af sjálfum sér mest alla úrslitakeppnina átti góðan leik og skoraði 29 stig hitti úr 5 af 6 þriggja-stiga skotum sínum. Setti hann niður mikilvægar körfur í seinni hálfleik. Næsti leikur fer fram í Detroit á föstudagskvöld og verður kl. 00:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Leikurinn var í járnum til að byrja með en svo náðu Detroit menn ágætu forskoti og leiddu með nokkrum stigum langt fram í 2. leikhluta. Þá kom góður leikkafli hjá Boston og þeir komust yfir 44-42 og leiddu í hálfleik 52-46.

Í þeim seinni keyrði Boston muninn upp í mest 17 stig en 21-8 leikkafli hjá Detroit minnkaði muninn hressilega og munaði aðeins 1 stigi rétt fyrir leikslok. Boston menn héldu haus og þeir Ray Allen og Kevin Garnett kláruðu leikinn á vítalínunni.

Stigahæstur hjá Boston var Kevin Garnett með 33 stig og svo var Allen með 29 stig. Kendrick Perkins var með alvöru tvennu 18 stig og 16 fráköst.

Hjá Detroit skoraði Chauncey Billups manna mest eða 26 stig og Richard Hamilton var með 25 stig. Rasheed Wallace setti 18 en flest þeirra komu í fyrri hálfleik. Nýliðinn Rodney Stuckey var með 13 stig af bekknum.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -