spot_img
HomeFréttirNBA: Boston tekur forystu gegn Cleveland

NBA: Boston tekur forystu gegn Cleveland

11:05
{mosimage}

 

(Írski búálfurinn er sáttur við sína menn í dag) 

 

Boston Celtics og Cleveland Cavaliers mættust í sínum fyrsta leik í undanúrslitum Austurstrandarinnar í NBA deildinni í nótt. Leikurinn fór fram í TD Banknorth Garden þar sem heimamenn fóru með 76-72 sigur af hólmi. Hvorki gekk né rak hjá LeBron James gegn Celtics í leiknum en hann setti aðeins niður 2 af 12 teigskotum sínum, brenndi af öllum sex þriggja stiga skotum sínum en setti niður 8 af 10 vítum og lauk leik með 12 stig á rétt tæpum 39 mínútum sem þykir ekki mikið á þeim bænum.

 

Kevin Garnett var sterkur í liði Boston með 28 stig og 8 fráköst en honum næstur hjá Celtics var Rajon Rondo með 15 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst. Zydrunas Ilgauskas var stigahæstur hjá Cavaliers með 22 stig og 12 fráköst. LeBron James var ekki að finna taktinn en hann tapaði einnig 10 boltum í leiknum en tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Staðan í einvíginu er því 1-0 Boston í vil.

 

Tölfræði leiksins

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -