spot_img
HomeFréttirNBA: Boston steinlá

NBA: Boston steinlá

09:18 

{mosimage}

 

(Rasual Butler)

 

 

 

New Orleans Hornets tóku Boston Celtics í kennslustund í NBA deildinni í nótt þegar liðin mættust Ford Center í Oklahoma City. Lokatölur leiksins voru 106-88 New Orleans í vil þar sem Rasual Butler var atkvæðamestur í liði Hornets með 18 stig. Hjá Celtics gerði Paul Pierce 28 stig. Það var annar leikhlutinn sem gerði útslagið hjá Boston en þá gerðu þeir aðeins 9 stig gegn 31 frá Hornets.

Einn leikur enn var í NBA deildinni í nótt þegar Atlanta Hawks og Sacramento Kings mættust í Philips Arena í Atlanta. Heimamenn fóru með góðan 99-76 sigur af hólmi þar sem Josh Childress gerði 25 stig í liði Atlanta. Troðslukappinn Josh Smith var ekki langt frá því að landa þrennu er hann gerði 9 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar fyrir Atlanta. Hjá Kings var það Corliss Williamson sem gerði flest stig eða 14 talsins.

Fréttir
- Auglýsing -