spot_img
HomeFréttirNBA: Boston rétt marði Milwaukee

NBA: Boston rétt marði Milwaukee

09:43
{mosimage}

 

(Garnett setti 21 stig í nótt) 

 

Mikið var um að vera í NBA deildinni í nótt og þurfti topplið Boston Celtics framlengingu til þess að næla sér í sigur gegn Milwaukee Bucks. Liðin mættust í Bradley Center í Milwaukee þar sem getirnir í Celtics höfðu 104-107 sigur. Kevin Garnett gerði 21 stig og tók 3 fráköst fyrir Boston en í liði Bucks var Michael Redd með 25 stig og 6 stoðsendingar.

 

Alls voru 272 stig gerð í viðureign Golden State Warriors og Sacramento Kings þar sem Warriors fóru með 140-132 sigur af hólmi. Merkilegt nokk þurfti ekki að framlengja þennan leik heldur voru menn iðnir við kolann í sókninni og hafa auðsjáanlega tekið sér nokkuð langar svefnpásur í vörninni. Baron Davis gerði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 5 fráköst í liði Warriors en hjá Kings var Francisco Garcia með 31 stig.

 

Önnur úrslit næturinnar:

 

Trail Blazers 112-103 Lakers

Bobcats 121-119 Timberwolves

Pacers 112-98 Hawks

Heat 95-88 Bulls

Pistons 94-98 Knicks

Grizzlies 113-127 Suns

Hornets 66-77 Jazz

Mavericks 99-83 Supersonics

Clippers 99-117 Nuggets

 

Ef blásið væri til úrslitakeppni í NBA í dag myndu þessi lið komast áfram:

 

Austurströndin

 

Boston

Detroit

Orlando

Cleveland

Washington

Philadelphia

Toronto

Atlanta

 

Vesturströndin

 

New Orleans

San Antonio

Lakers

Utah

Houston

Phoenix

Dallas

Denver

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -