spot_img
HomeFréttirNBA: Boston halda áfram að vinna ? ekkert gengur hjá Seattle

NBA: Boston halda áfram að vinna ? ekkert gengur hjá Seattle

09:49

{mosimage}

Boston vann sinn sjötta leik í röð í NBA-deildinni í nótt þegar liðið heimsótti Indiana Pacers. Þeir grænklæddu höfðu sigur 86-101 og eru leikmenn liðsins í fantaformi. Paul Pierce var stigahæstur að þessu sinni með 31 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Boston. Hjá Indiana var Danny Granger með 24 stig.

Ekkert gengur hjá Seattle en þeir töpuðu sínum áttunda leik í nótt og hafa ekki unnið einn leik á tímabilinu. Þeir töpuðu með nærri 30 stiga mun fyrir Orlando Magic 103-76. Fyrrverandi leikmaður Seattle Rashard Lewis var stigahæstur allra á vellinum með 22 stig fyrir Orlando og Nick Collison skoraði 15 stig fyrir Seattle.

Önnur úrslit:
Charlotte-Miami 91-76
Memphis-Houston 105-99
Dallas-Philadelphia 99-84
San Antonio-L.A. Lakers 107-92
Phoenix-New York 113-102
Portland-Detroit 102-94

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -