spot_img
HomeFréttirNBA: Boston batt enda á sigurgöngu Rockets

NBA: Boston batt enda á sigurgöngu Rockets

09:28
{mosimage}

(Garnett hefur ríka ástæðu til þess að brosa þessa dagana) 

Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og dró það helst til tíðinda að Boston Celtics stöðvaði 22 leikja sigurgöngu Houston Rockets og það á heimavelli Rockets. Celtics sem eru með besta sigurhlutfall deildarinnar og jafnframt sigursælasta liðið í deildinni frá upphafi skelltu Tracy McGrady og félögum í Rockets 74-94.  

Það var magnaður þriðji leikhluti Celtics sem gerði út um heimamenn en þriðja leikhluta unnu Celtics 32-16. Kevin Garnett var atkvæðamestur hjá Celtics með 22 stig og 11 fráköst. Stjörnuleikmaðurinn Tracy McGrady hafði hægt um sig hjá Rockets í nótt með 8 stig en stigahæstur heimamanna var Luis Scola með 15 stig og 8 fráköst. 

Önnur úrslit næturinnar: 

Detroit Pistons 136-120 Denver Nuggets

Milwaukee Bucks 106-112 Miami Heat

Chicago Bulls 112-96 New Jersey Nets

Dallas Mavericks 100-102 LA Lakers

Sacramento Kings 122-102 Golden State Warriors

Portland Trail Blazers 98-111 Phoenix Suns

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -