12:31
{mosimage}
Boston lauk ferðalagi sínu á vesturströndinni í nótt með sigri á L.A. Clippers. Þeir léku fimm leiki og töpuðu þremur enn unnu tvo. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hyggjast þeir styrkja liðið fyrir lokaátökin og eru nokkur nöfn nefnd til sögunnar.
Í öllum þessum leikmannaskiptum sem hafa átt sér stað undanfarið hafa nokkrir leikmenn orðið atvinnulausir þar sem nýju liðin þeirra hafa keypt upp samninga þeirra. Meðal þeirra leikmanna sem eru sagðir vekja áhuga eru Brent, Barry og Flip Murray sem verða báðir með lausan samning á mánudag. Einnig hefur miðherjinn Jamaal Magloire verið nefndur til sögunnar en hann var látinn laus á dögunum frá liði sínu New Orleans.
Boston gerði engin skipti fyrir lok skiptigluggans en nú geta lið aðeins samið við samningslausa leikmenn.
Emil Örn Sigurðarson – [email protected]
Mynd: AP



