spot_img
HomeFréttirNBA: Besta og versta aðsóknin ? ástandið slæmt í Indiana

NBA: Besta og versta aðsóknin ? ástandið slæmt í Indiana

08:30

{mosimage}
(Mörg auð sæti væru í Conseco Fieldhouse gegn Chicago á dögunum)

Gengi Indiana Pacers í NBA-deildinni hefur verið afleitt í vetur. Hvort sem menn líta á árangur innan eða utan vallar. Aðsókn á leiki félagsins er það lægsta í NBA-deildinni þar sem rétt rúmlega 12.000 manns mæta á leiki. Að auki hefur reksturinn gengið illa undanfarin ár og félagið tapað miklum fjármunum.

Í vetur hafa 12.183 mætt að meðaltali á leiki og er aðsóknin sú slakasta meðal þeirra 30 liða sem skipa deildina og er þetta slakasta mæting hjá Indiana síðan tímabilið 1990-91. Í þessum aðsóknartölum eru einnig seldir miðar sem voru ekki notaðir þannig að raunveruleg mæting er stundum undir 10.000 áhorfendum og hefur farið niður fyrir 8.000.

Forráðamenn félagsins hafa miklar áhyggjur og Herb Simon einn meðeigandi Indiana sagði að þessar aðsóknartölur væru mikið áfall og sagði að það þyrfti að gera eitthvað strax til að fá stuðningsmennina til baka. Tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár og tímabilið 2005-06 tapaði félagið 12.5 milljónum dollara og 1.3 milljón dollara í fyrra. Ekki er búist við að reksturinn verði mikið betri í ár sökum minni aðsóknar en aðsóknin á síðasta tímabili var 15.359 áhorfendur á leik.

Donnie Walsh, stjórnarformaður Indiana, sagði að félagið væri á litlum markaði og hegðun leikmanna utan vallar laðar áhorfendur ekki að vellinum. ,,Við erum á litlum markaði og við erum ekki að vinna, þá minnkar aðsóknin. Ég held að ástæðan fyrir minni aðsókn sé margþætt og það sem hefur gerst utan vallar og sú staðreynd að við erum ekki mðe gott lið hjálpar ekki. Sú staðreynd að hegðun leikmanna utan vallar heldur stuðningsmönnum frá er ekki gott fyrir okkur og sendir skilaboð til okkar að við þurfum að laga þessa hluti,” sagði Donnie Walsh en leikmenn liðsins hafa lent í miklu veseni utan vallar og er atvikið þegar leikmenn liðsins slógust við stuðningsmenn Detroit eitt helsta dæmið um vandræði félagsins. Síðan í september hafa leikmenn liðsins a.m.k. lent fimm sinnum í einhverju veseni sem hefur slæm áhrif á ýmind félagsins. Nýjasta dæmið er um framherja liðsins Shawne Williams en maður grunaður um morð í Tennesse var handtekinn eftir að hafa yfirgefið heimili framherjans.

Larry Bird, forseti félagsins, sagði að nú væri komið nóg og að félagið þyrfti að taka til sinna ráða og að Shawne Williams ætti ekki framtíð hjá félaginu ef hann tæki sig ekki á.

Meðal þess sem veldur því að aðsókn er slök hjá Indiana er slæmt gengi en það hefur ekki áhrif á öll lið. T.d. er Chicago með næst bestu aðsóknina í vetur en gengi og frammistaða liðsins hefur verið undir væntingum í allan vetur. Hér að neðan getur að líta þrjú aðsóknamestu og aðsóknalægstu liðin í NBA í vetur.

Besta aðsóknin(meðaltal):
Nr. 1. Detroit – 22.076
Nr. 2. Chicago – 21.978
Nr. 3. Cleveland – 20.258

Slakasta aðsóknin(meðaltal):
Nr. 28. Philadelphia – 13.263
Nr. 29. Memphis – 12.985
Nr. 30. Indiana – 12.183

[email protected]

Mynd: Indystar.com

Fréttir
- Auglýsing -