spot_img
HomeFréttirNBA: Atlanta vann Miami tvisvar á sama deginum

NBA: Atlanta vann Miami tvisvar á sama deginum

17:00

{mosimage}
(Wade og félagar töpuðu tveim leikjum sama kvöldið) 

Atlanta Hawks gerði sér lítið fyrir og sigraði Miami Heat í NBA-deildinni tvívegis á sama deginum en óvenjulegur 52 sekúndna „forleikur“ fór fram á milli liðanna í gær. Sigurganga Houston heldur áfram og liðið hefur nú unnið 18 leiki í röð. Þetta kemur fram á www.mbl.is

Forráðamenn Miami Heat fengu það í gegn að síðustu 52 sekúndurnar úr fyrri leik liðanna yrði leiknar að nýju þar sem að fyrrum leikmaður liðsins, Shaquille O‘Neal, var sendur af leikvelli með 6 villur í þeim leik en hann hafði aðeins fengið 5 villur. Miami náði ekki að breyta neinu á þessum 52 sekúndum sem voru leiknar að nýju og Atlanta fagnaði 114:111-sigri. Hvorugu liðinu tókst að skora á þessum 52 sekúndum.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1983 þar sem að leikur er endurtekinn að hluta í NBA-deildinni. Þegar „forleiknum“ var lokið tók við venjulegur leikur og þar hafði Atlanta einnig betur, 97:94, þar sem að Joe Johnson leikmaður Atlanta skoraði 39 stig.

www.mbl.is

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -