spot_img
HomeFréttirNBA: Arenas spilar ekki ef Jamison spilar ekki

NBA: Arenas spilar ekki ef Jamison spilar ekki

13:00

{mosimage}

Gilbert Arenas, bakvörður Washington Wizards, hefur gefið það út að hann spili ekki með Washington á næsta tímabili ef félagi hans Antawn Jamison yfirgefur félagið. ,,Ef hann kemur ekki aftur, þá kem ég ekki aftur,” sagði Arenas í gær.

Jamison er með lausan samning og það hafa verið miklar vangaveltur hvort að Washington ætli að semja við hann á ný. Arenas sem á eitt ár eftir af samningi sínum getur fengið sig lausan í sumar þannig að það er möguleiki að tveir af helstu leikmönnum Washington yfirgefi félagið. Þeir hafa leikið saman í Washington undanfarin fjögur tímabil og þar áður voru þeir tvö ár saman hjá Golden State.

,,Ég vil koma aftur til Washngton, en skrýtnir hlutir gerast þegar menn hafa lausa samninga. Ef Antawn kemur ekki aftur er enginn tilgangur fyrir mig að kmoa aftur þar sem hann er stór hluti af minni velgengni.”

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -