spot_img
HomeFréttirNBA: Arenas fékk sig lausan frá Washington

NBA: Arenas fékk sig lausan frá Washington

13:00

{mosimage}
(Hvar leikur hann á næstu leiktíð?)

Gilbert Arenas, leikmaður Washington Wizards, stóð við stóru orðin. Hann sagði að hann myndi nýta sér ákvæði í samning sínum og fá sig lausan í sumar sem og hann hefur gert. Hann hefur þar með fyrirgert þeim 12.8 milljónum dollurum sem hann átti að fá fyrir næsta tímabil. Hann hefur reynt ávallt sagt að hann muni skrifa undir nýjan samning við Washington.

Arenas er búinn með fimm af sex árum af 65 milljón dollara samning og mun nú nýta sér ákvæði og sleppa síðasta árinu. Hann ætlar að skrifa undir nýjan samning en með því skilyrði að félagið geri nýjan samning við liðsfélaga hans Antawn Jamison sem er samningslaus í sumar.

Ernie Grunfeld, forseti Washington, hefur sagt að félagið ætli sér að halda báðum leikmönnunum.

Frá og með 1. júlí mega Arenas og Jamison ræða við önnur lið en það er líklegt að þeir spili með Washington á næsta tímabili ef þeir borga réttu upphæðirnar.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -