22:30
{mosimage}
(Chris Kaman verður í eldlínunni á NBAtv í nótt)
Þrír leikir eru á dagskrá í NBA í nótt. Á NBAtv er viðureign L.A. Clippers og Phoenix og hefst leikurinn kl. 03:30 í nótt. Boston heimsækir Seattle í nótt og er þetta í fyrsta skipti sem Ray Allen kemur til borgarinnar eftir að honum var skipt til Boston í sumar.
Þriðji leikur næturinnar er leikur Dallas og Cleveland. LeBron og félagar heimsækja Texasliðið og hefst sá leikur kl. 01:00.
Mynd: AP