spot_img
HomeFréttirNBA: Al Horford og Luis Scola nýliðar mánaðarins

NBA: Al Horford og Luis Scola nýliðar mánaðarins

06:00

{mosimage}

Al Horford leikmaður Atlanta og Luis Scola leikmaður Houston hafa verið útnefndir nýliðar febrúar mánaðar af NBA-deildinni.

Meðal nýliða er Horford efstur í fráköstum með 10.6 og í tvennum en hann hefur tekið 16 slíkar í vetur. Hann setti persónulegt met í stigaskorun 6. febrúar þegar hann skoraði 20 stig gegn L.A. Lakers. Í febrúar náði hann sjö tvennum og þar af þremur í jafn mörgum leikjum í enda mánaðarins. Hann varð einnig fyrsti leikmaður Atlanta til að taka 20 fráköst í einum leik síðan Alan Henderson gerði það í nóvember 2002.

Scola á sinn þátt í velgengni Houston en liðið vann alla leiki sína í febrúar mánuði. Hann er efstur meðal nýliða í skotnýtingu en hann setur 62.9% skota sinna ofan í. Hann er þriðji stigahæsti nýliðinn í vesturdeildinni með 11.7 stig og setti persónulegt met þegar hann stal 5 boltum gegn Memphis á lokadegi febrúar.

Aðrir sem komu til greina:
Al Thornton – L.A. Clippers
Thaddeus Young – Philadelphia
Kevin Durant – Seattle
Jamario Moon – Toronto

Fyrri verðlaunahafar:
Nóvember
Desember
Janúar

[email protected]

Mynd; AP

Fréttir
- Auglýsing -