spot_img
HomeFréttirNBA: Ainge stjórnandi ársins

NBA: Ainge stjórnandi ársins

11:18

{mosimage}
(Danny Ainge)

Sporting News standa árlega fyrir kjöri á stjórnanda ársins í NBA-deildinni. Að þessu sinni var Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston Celtics, kjörinn stjórnandi ársins en Sporting News leitaði til allra framkvæmdastjóra og helstu ráðamanna í NBA-deildinni.

Ainge fékk 18 af 47 atkvæðum, annar í kjörinu var Mitch Kupchak framkvæmdastjóri L.A. Lakers en hann fékk 14 atkvæði og Jeff Bower hjá New Orleans hlaut 12 atkvæði.

,,Hann gerði frábærar breytingar á liði Boston en þeir áttu í vandræðum í fyrra en með tveim skiptum og öðrum viðbætum setti liðið met,” sagði Bryan Colangelo forseti og framkvæmdastjóri Toronto.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -