spot_img
HomeFréttirNBA: 318 stig í leik Suns og Nets

NBA: 318 stig í leik Suns og Nets

08:05 

{mosimage}

Tvíframlengja þurfti leik New Jersey Nets og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt en það voru gestirnir frá Phoenix sem höfðu að lokum sigur í þessum maraþon leik. Steve Nash, leikstjórnandi Suns, fór á kostum í leiknum með 42 stig og 13 stoðsendingar. Hjá Nets var Jason Kidd, leikstjórnandi Nets, með rosalega tröllaþrennu er hann gerði 38 stig, tók 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar.  

Mike D´Antoni, þjálfari Suns, sagði eftir leikinn að þetta væri besti körfuboltaleikur sem hann hefði nokkurtíma séð á sínum ferli og ætlaði strax heim eftir leikinn og horfa á hann aftur því leikurinn hefði verið algjör ,,klassík.”  

Þó mikið hafi verið skorað í nótt er það ekki met í NBA deildinni. Metið eiga Detroit Pistons og Denver Nuggets þegar liðin mættust árið 1983 og lauk þeim leik 186-184 í þríframlengdum leik. 

Miami Heat náðu loks að landa sigri þegar þeir rétt mörðu Sacramento Kings 93-91 og Dallas Mavericks töpuðu með 10 stiga mun á heimavelli gegn Detroit Pistons 92-82.

Fréttir
- Auglýsing -