spot_img
HomeFréttirNBA: 16 heimasigrar í röð hjá Jazz

NBA: 16 heimasigrar í röð hjá Jazz

10:06
{mosimage}

(Salt Lake City er ekki auðunnin þessa dagana!) 

Ekkert lát varð á góðu gengi Utah Jazz á heimavelli í NBA deildinni í nótt þegar Dallas Mavericks komu í heimsókn. Heimamenn lögðu Mavericks 116-110 þar sem Carlos Boozer setti niður 28 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Sigur Jazz í nótt var þeirra sextándi í röðinni á heimavelli. Hjá Mavericks var Josh Howard stigahæstur með 25 stig og 4 fráköst.  

LA Clippers steinlágu á heimavelli gegn Philadelphia 76ers 80-106. Sex leikmenn í liði gestanna gerðu 12 stig í leiknum eða meira en þeirra stigahæstur var Andre Iguodala með 18 stig og 4 fráköst. Al Thornton var stigahæstur hjá Clippers með 20 stig og 6 fráköst en hann tapaði einni 10 boltum í leiknum. 

New York Knicks lágu svo í Madison Square Garden þegar New Orleans Hornets komu í heimsókn. Lokatölur leiksins voru 88-100 Hornets í vil. Chris Paul var að vanda atkvæðamikill hjá Hornets með 27 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst. Hjá Knicks var Jamal Crawford með 20 stig og 6 stoðsendingar.  

Mynd: www.selberg.org

Fréttir
- Auglýsing -