spot_img
HomeFréttirNBA: 15 ósigrar í röð hjá Miami Heat

NBA: 15 ósigrar í röð hjá Miami Heat

13:30
{mosimage}

(Pat Riley þjálfari Miami Heat er allt annað en kátur þessa dagana!) 

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Miami Heat voru grátlega nærri því að binda enda á 14 leikja sigurgöngu sína en þess í stað hélt martröðin áfram. Nú eru tapleikirnir orðnir 15 talsins og félagið sem fyrir tveimur árum varð NBA meistari er rjúkandi rústir einar. Manu Ginobili reyndist gera sigurkörfu leiksins þegar um hálf mínúta var til leiksloka en lokatölur voru 89-90 San Antonio Spurs í vil á heimavelli Miami Heat.  

,,Enn einu sinni tóks okkur ekki að klára verkefni kvöldsins,” sagði Udonis Haslem niðurlútur í leikslok. Dwyane Wade var sem fyrr stigahæstur í liði Heat með 27 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst. Hjá Spurs var tvennutröllið Tim Duncan með 30 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar.  

Þá var einnig töluverð spenna í leik Golden State Warriors og New Jersey Nets en Warriors fóru með 121-119 sigur af hólmi. Monta Ellis sló persónulegt met í liði Warriors er hann setti niður 39 stig og þar af gerði hann fjórar þriggja stiga körfur á síðustu mínútu leiksins. Baron Davis átti ekki síðri leik í liði Warriors með glæsilega þrennu, 25 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar en auk þess stal hann einnig 5 boltum. Richard Jefferson var stigahæstur í liði Nets með 34 stig og 9 stoðsendingar.  

Milwaukee Bucks höfðu svo góðan 104-92 heimasigur gegn Indiana Pacers. Michael Redd gerði 37 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar fyrir Bucks en hjá Pacers var Mike Dunleavy með 22 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -