09:51
{mosimage}
(Stoudemire setur niður 2 af 28 stigum sínum í nótt)
Tangarhald Phoenix Suns á heimavelli gegn New Jersey Nets var hert enn frekar í nótt þegar Suns skelltu Jason Kidd og félögum 116-92. Amaré Stoudemire naut sín vel í leiknum og setti niður 28 stig og tók 9 fráköst í liði Suns. Richard Jefferson var atkvæðamestur í liði Nets með 24 stig.
New Jersey Nets hafa ekki unnið á heimavelli Phoenix Suns síðan árið 1993 og nótt varð engin breyting þar á. Nets höfðu frumkvæðið allan leikinn og gulltryggðu sigurinn með góðri frammistöðu í fjórða leikhluta sem þeir unnu 27-19.
Nets tapaði þar með sínum fimmta leik í röð í deildinni en Suns unnu sinn fjórtánda sigurleik í röð á heimavelli og ljóst að það verða fá lið í vetur sem sækja gull í greipar Steve Nash og félaga á heimavelli.
Sex leikmenn í liði Suns gerðu 12 stig eða meira í leiknum og Steve Nash hafði naumlega í betur í leikstjórnandarimmunni gegn Jason Kidd. Nash gerði 13 stig og gaf 9 stoðsendingar en Kidd gerði 9 stig og gaf 8 stoðsendingar. Byrjunarlið Suns gerði 91 stig af 116 en byrjunarlið Nets skoraði 64 stig af 92 hjá Nets.
Mynd: AP



