spot_img
HomeFréttirNBA: 14 leikja taphrinu lauk með sigri á meisturunum

NBA: 14 leikja taphrinu lauk með sigri á meisturunum

10:24

{mosimage}
(Kevin Durant í leiknum í nótt)

Kevin Durant var stigahæstur Seattle manna með 26 stig þegar þeir unnu meistara San Antonio í nótt 88-85. Þar með lauk 14 leikja taphrinu hjá Seattle en þetta var fyrsti sigurleikur þeirra á árinu 2008. Kevin Durant kom sínum mönnum þremur stigum yfir þegar 32.6 sekúndur voru eftir. Hjá San Antonio var Manu Ginobili með 29 stig.

Boston átti ekki í miklum erfiðleikum með Miami þrátt fyrir að Kevin Garnett og Ray Allen voru ekki með og Paul Pierce var ískaldur. Fjórir leikmenn Boston skoruðu 20 stig eða meira og voru ofurstjörnur liðsins þrjár ekki þar að verki. Leon Powe var stigahæstur með 25 og þeir Tony Allen, Eddie House og Rajon Rondo skoruðu allir yfir 20 stig. Hjá Miami var Mark Blount með 20 stig en Dwayne Wade skoraði aðeins 7 stig.

Úrslit:
Washington-Toronto 108-104
Indiana-Detroit 104-110
New Jersey-Milwaukee 87-80
Chicago-Minnesota 96-85
Houston-Golden State 111-107
Phoenix-Atlanta 125-92
Seattle-San Antonio 88-85
Lakers-New York 120-109

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -