CAI Zaragoza vann í kvöld mikilvægan sigur í Eurocup þegar liðið lagði Cedevita Zagreb 74-77 á útivelli. Jón Arnór Stefánsson gerði fimm stig fyrir Zaragoza á rúmum 19 mínútum og var með eina stoðsendingu. Stigahæstur í liði Zaragoza var Jonathan Tabu með 15 stig en Jusuf Nurkic gerði 18 stig hjá Zagreb.
P-riðillinn sem Zaragoza leikur í er kominn í myndarlegan hnút því Zaragoza og Cedevita hafa bæði unnið 2 leiki og tapað 3. Besiktas og Lietuvos Rytas hafa unnið 3 leiki og tapað tveimur.
Zaragoza og Beskitas mætast í lokaumferð P-riðilsins en Besiktas vann fyrri leik liðanna með 7 stiga mun. Átta stiga sigur Zaragoza eða meira í lokaleiknum ætti þá að koma þeim áfram í næst umferð keppninnar að því gefnu að Zagreb tapi fyrir Lietuvos Rytas.



