23:31
{mosimage}
(Jón Arnór á 2. hæð)
KR sótti Snæfell heim í Hólm og höfðu unnið fyrri leik liðanna með 11 stigum 91-80 í Vesturbænum. KR áttu hreint ekki auðvelda heimsókn á Snæfellsnesið og voru Snæfellingar að berjast vel og má segja að þeir séu eina liðið sem hefur strítt sterku liði KR í vetur að einhverju ráði að frátöldum Grindvíkingum. Bæði lið spiluðu hörkuleik í kvöld og fór svo að KR hafði sinn 15. sigur í deildinni 75-80.
Leikurinn byrjaði í járnum og var hratt spilað en agað og engu farið óðslega. Liðin skiptust á að skora og voru Snæfells menn með stífa vörn gegn KR í byrjun og vildu ekki hleypa þeim of mikið inn í sinn leik. En það var eins hinumegin líka og var jafnt á með liðunum yfir fyrsta hlutann og Snæfell leiddi mest yfir hlutann en KR komst yfir í lokin og staðan 21-22 fyrir gestina.
KR settu fyrstu 10 stig annars hluta og voru Snæfellingar að klúðra sóknum sínum og staðan varð snemma 32-21 fyrir KR sem spiluðu mjög fast og fengu ansi mikið með skriflegu leyfi þar sem margt mátti betur fara hjá Rögnvaldi og Björgvin heilt yfir. Jakob var sprækur í sóknum sem og Jón Arnór fyrir KR og Helgi var gríðasterkur varnarlega. Snæfellingar komu þó með góðann kafla í vörn sem skilaði stigum nær KR-ingum og staðan um miðjan hlutann 29-34 fyrir KR. Eftir stórþrist Magna fyrir Snæfell og hertri vörn eftir að hann kom inná minnkuðu Snæfell muninn í 1 stig 38-39 og ætluðu engar gjafir að gefa þetta kvöldið. KR leiddi þó 41-38 í leikhlé og skemmtilegur leikur var í gangi.
Hjá Snæfelli var Lucio með 10 stig, Nonni með 9 stig, 4 frák. Siggi með 7 stig líkt og Hlynur sem var með 6 fráköst. Hjá KR var Jakob með 12 stig og var hress. Jón Arnór var með 8 stig. Jason 7 stig og Fannar 6 stig og 4 fráköst.
Snæfell setti í sinn gír í byrjun þriðja hluta og komust strax yfir í leiknum með tveimur góðum stoppum en KR svaraði strax og Snæfell jafnaði 45-45. Leikurinn var báráttumikill og hnífjafn í þessum hluta og var Magni Hafsteins með tilþrif dagsins eftir gengumbrot á hlið og troðslu. KR-ingar höfðu fram að þessum tímapunkti í öðrum leikjum verið búnir að klára mótherjana en áttu í mesta basli gegn baráttuglöðum Snæfellingum. KR settu sig á tærnar í lokin í stöðunni 53-56 og komust í 53-64 sem var staðan fyrir lokahlutann í frábærum leik í Fjárhúsinu.
Jakob átti sleggjur tvær strax í byrjun fjórða hluta og var heitur og KR að detta í meiri forystu 56-70. Nonni Mæju og Subasic áttu tvær stórar körfur sem og Siggi Þorvalds sem minnkaði þægilega forystu KR um 9 stig í 69-74 eftir að hafa verið að berjast og elta. Þetta kveikti í áhorfendum sem voru fleiri en oft áður í vetur. KR sem hafði náð að halda góðum dampi yfir fjórða hlutann tóku leikhlé og réðu sínum ráðum óvanir svona mótspyrnu í vetur. Snæfellingar eltu undir lokin og brutu oft sem KR kláraði á vítalínunni. Það fór svo að KR hafði naumann sigur 75-80.
Hjá Snæfell var Lucious Wagner atkvæðamestur með 21 stig, 9 frák og 4 stoðs. Nonni 16 stig og 6 frák. Hlynur 12 stig, 7 frák og 4 stoðs. Siggi Þorvalds með 12 stig, 7 fráköst og 3 stoðs. Hjá KR var Jakob erfiður viðureignar með 27 stig, 6 frák og 5 stoðs. Næstur var Jón Arór með 17 stig, 5 frák og 4 stoðs. Fannar 12 stig, 5 frák. Jason 11 stig og 7 frák.
Texti: Símon B. Hjaltalín.
Myndir: Eyþór Benediktsson
{mosimage}



