spot_img
HomeFréttirNaumur heimasigur hjá MBC í gær

Naumur heimasigur hjá MBC í gær

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Mitteldeucther BC unnu nauman sigur í þýsku Pro A deildinni um helgina þegar BG Topstar kom í heimsókn. Lokatölur voru 85-83 MBC í vil þar sem Hörður Axel gerði 18 stig í liði MBC.
Hörður var einnig með 5 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum og MBC er ekkert á þeim buxunum að gefa eftir toppsætið í deildinni og situr liðið á toppnum með 32 stig, 16 sigrar og 3 tapleikir. MBC hefur unnið síðustu fimm deildarleiki sína í röð.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -