Helena Sverrisdóttir og liðsfélagara hennar í CCC Polkowice töpuðu naumt í dag gegn liði Widzew Lódz eða 99:98 á heimavleli Widzew. Helena sem fyrr í byrjunarliðinu og spilaði í heildina 35 mínútur. Okkar stúlka setti niður 23 stig og reif 4 fráköst en það dugði ekki til að þessu sinni. Helena setti niður risa þrist þegar um 40 sekúndur voru til loka leiks og kom liði sínu einu stigi yfir. Hinumegin var það svo leikmaður Widzew sem setti niður tvö víti og varð það loka niðurstaða leiksins. Svo virðist sem að Polkowice hafi farið ansi illa með síðustu sók sína í leiknum.
Næsti leikur Polkowice er gegn liði Wisla Kraków. En það er topplið deildarinnar, enn ósigraðar og því verðugt verkefni.



