spot_img
HomeFréttirNaumt tap gegn evrópumeisturum Spánar

Naumt tap gegn evrópumeisturum Spánar

Íslenska U20 landsliðið hóf æfingamót liðsins fyrir evrópumótið sem hefst eftir nærri viku í dag er liðið mætti Spáni. Spánverjar unnu evrópumót U20 landsliða fyrir ári síðan og því ljóst að um verðugan andstæðing var að ræða. 

 

Íslenska liðið fór hinsvegar frábærlega af stað og höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-12 og leiddi íslenska liðið 43-27 í hálfleik. 

 

Þriðji leikhluti sveik Ísland hinsvegar nokkuð og vann Spánn hann 25-10. Staðan því orðin ansi jöfn en Ísland leiddi leikinn í 35 mínútur. Spænska liðið toppaði hinsvegar á réttum tíma og unnu að lokum 73-67 sigur á Íslandi. 

 

Ísland mætir einnig Grikklandi og Ítalíu á næstu dögum á æfingamótinu sem fer einnig fram á Krít í Grikklandi þar sem aðalmótið hefst á laugardaginn. Ísland er í B-riðli með Svartfjallalandi, Frakklandi og Tyrklandi. 

 

Ingvi Þór Guðmundsson var stigahæstur Íslands í dag með 22 stig, þar á eftir kom Breki Gylfason með 15. Tryggvi Snær Hlinason var með 9 stig og 7 fráköst. 

Fréttir
- Auglýsing -