Í annað skiptið á aðeins þremur dögum tókst Furman ekki að ná sigri gegn einu af toppliðum Suðurriðilsins í háskólaboltanum. Í gær voru það Mercer háskólinn sem hafði nauman sigur á þeim Kristófer Acox og félögum í Furman, 74:68. Furman náðu mest 11 stiga forystu í fyrri hálfleik og rúmlega 1800 stuðningsmenn Furman sýndu liðinu mikin stuðning. Furman leiddi með 5 stigum í hálfleik 36:31.
Kristófer Acox leiddi lið Furman í stigaskorun ásamt félaga sínum Daniel Fowler, báðir með 13 stig áður en þeir villuðu út af báðir. Okkar maður hrifsaði einnig til sín 10 fráköst í leiknum og var þetta hans fjórða tvenna í vetur.



