Maryland vann sinn annan sigur í nótt í 2K Classic mótinu er liðið tók á móti Charleston skólanum. Haukur Helgi Pálsson fékk að spreyta sig í 10 mínútur en náði ekki að skora að þessu sinni. Lokatölur leiksins voru 75-74 Maryland í vil í spennuleik.
Haukur tók eitt teigskot og eitt þriggja stiga skot en brenndi af þeim báðum í leiknum, hann var þó með 2 fráköst og 2 stoðsendingar þær 10 mínútur sem hann fékk að reyna sig. Jordan Williams var stigahæstur hjá Maryland með 26 stig og 15 fráköst.
Næsti leikur liðsins í 2K Classic mótinu er sunnudaginn 14. nóvember gegn Maine skólanum.



