spot_img
HomeFréttirNáum vonandi að halda okkar sæti í deildinni

Náum vonandi að halda okkar sæti í deildinni

 
Eggert Maríuson stýrði kvennaliði Fjölnis til sigurs í 1. deild kvenna á nýafstaðinni leiktíð en Eggert mun einnig stýra Grafarvogskonum í Iceland Express deildinni á næstu leiktíð. Eggert segist vera með ungt lið í höndunum og von sé á erfiðu tímabili þegar það hefst næsta október.
,,Þetta verður alveg pottþétt erfitt tímabil því stelpur eru ekki mikið að fara á milli liða sérstaklega ekki betri leikmennirnir,“ sagði Eggert og telur þörf á reyndum leikmönnum í Dalhúsin.
 
,,Við erum líka með frekar ungt lið og þyrftum á reyndum leikmönnum að halda til þess að tryggja sætið og til þess að styrkja leikmennina sem fyrir eru. En þetta verður lærdómsríkt fyrir mitt lið og vonandi náum við að halda sæti okkar í deildinni, það er markmið nr.1 og að hafa gaman af því sem við erum að gera,“ sagði Eggert en Fjölnir vann Þór Akureyri örugglega í umspili um sæti í efstu deild. Fjölniskonur munu taka sæti Vals í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð þar sem Valur féll úr Iceland Express deildinni þessa leiktíðina.
 
Ljósmynd/ Karl West: Kvennalið Fjölnis með sigurlaunin fyrir að verða deildarmeistarar í 1. deild kvenna 2010.
 
Fréttir
- Auglýsing -