spot_img
HomeFréttirNate McMillan: Ég spilaði aldrei í Oklahoma

Nate McMillan: Ég spilaði aldrei í Oklahoma

06:00

{mosimage}

Eins og flestir vita á Seattle-borg í Bandaríkjunum ekkert NBA-lið lengur eftir að Supersonics fóru til Oklahoma City. Nate McMillan, þjálfari Portland og aðstoðarþjálfari bandaríska landsliðsins, lék með Seattle í áratug og var hann verðlaunaður fyrir strit sitt fyrir liðið með því að treyjan hans nr. 10 var tekinn úr umferð og hengd í rjáfur íþróttahallarinnar fyrir nokkrum árum.

McMillan sagði í viðtali að hann vildi ekki sjá treyju sína vera tekna til hliðar í Oklahoma enda lék hann ekki í borginni og ætti fátt sameiginlegt með borginni.

,,Ég spilaði aldrei í Oklahoma City. Ég eyddi öllum ferli mínum í Seattle, ég bara sé þetta ekki gerast og það er allt í lagi.”

McMillan hvatti fyrrum stuðningsmenn Supersonics að styðja Portlandliðið enda ætti Seattle aðeins í liðinu. Eigandi Portland Paul Allen er frá Seattle og þeir Brandon Roy og Martell Webster eru frá borginni.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -