spot_img
HomeFréttirNat-vélin snýr aftur

Nat-vélin snýr aftur

Ragnar Ágúst Nathanaelsson skrifaði í gær undir samning við Þór í Þorlákshöfn þess efnis að hann tekur slaginn með Þórsurum í Dominos deildinni á komandi vetri.

Ragnar lék eins og kunnugt er með Sundsvall í Svíðþjóð í vetur en þar áður átti hann frábært ár í Þorlákshöfn þar sem hann skilaði 15,4 stigum, 12,9 fráköstum og 2,3 vörðum skotum að meðaltali í leik.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu mikill liðsstyrkur það er fyrir Þórsliðið að fá Ragnar í teiginn en þar voru fyrir Grétar Ingi Erlendsson og Emil Karel Einarsson sem áttu báðir flott tímabil á nýliðunum vetri.

Ragnar er kominn heim og næst á dagskrá hjá honum eru landsliðsverkefni en íslenska landsliðið leikur á Smáþjóðaleikunum hér heima í byrjun júní.

Á myndinni handsala Ragnar Ágúst og Einar Árni þjálfari Þórs samninga.

Fréttir
- Auglýsing -