Frumraun Ragnars Nathanaelssonar miðherja Þórs úr Þorlákshöfn í úrslitakeppninni er glæst svo ekki sé nú meira sagt. Ragnar og Sigurður Gunnar Þorsteinsson miðherji Grindvíkinga bjóða upp á suddalegt einvígi í rimmu Grindavíkur og Þórs núna í 8-liða úrslitum. Þá verður ekki horft fram hjá því þegar menn taka þátt í úrslitakeppni í fyrsta sinn og splæsa í tvennu í fyrstu tveimur leikjunum.
Grindvíkingar unnu fyrsta leik liðanna í Röstinni 92-82 þar sem Ragnar gerði 19 stig og tók 13 fráköst í liði Þórs og varði einnig þrjú skot. Fyrsti leikur hans á ferlinum í úrslitakeppni úrvalsdeildar var því ekkert slor þó um tapleik hafi verið að ræða.
Í öðrum leiknum tókst Þór að jafna einvígið 1-1 þar sem Ragnar var með 14 stig og 14 fráköst og bætti við 3 stoðsendingum. Fyrri leikurinn gaf honum 28 framlagsstig sem var tap en síðari leikurinn færði honum 23 framlagsstig sem var sigur.
Tölur Ragnars fyrstu tvo leikina í úrslitakeppninni
| Dags | Andstæðingur | Stigaskor | Mín | 2ja | 3ja | V | Frá | Sto | Villa | TB | BN | Vs | Framlag | +/- | Stig | |||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| H/R | % | H/R | % | H/R | % | SF | VF | HF | VFen | VFis | Fen | Frá | ||||||||||
| 20-03-2014 | Grindavík | 92:82 | 33:11 | 7/12 | 58.3 | 5/6 | 83.3 | 5 | 8 | 13 | 1 | 4 | 4 | 3 | 1 | 3 | 28 | 0 | 19 | |||
| 23-03-2014 | Grindavík | 98:89 | 22:04 | 6/9 | 66.7 | 2/6 | 33.3 | 3 | 11 | 14 | 3 | 4 | 4 | 2 | 1 | 23 | 13 | 14 | ||||
| Meðaltal | 27:37 | 6.5/10.5 | 0.0/0.0 | 3.5/6.0 | 4.0 | 9.5 | 13.5 | 2.0 | 4.0 | 4.0 | 2.5 | 0.5 | 2.0 | 0.0 | 25.5 | 6.5 | 16.5 | |||||
| Samtals | 55:15 | 13/21 | 61.9 | 0/0 | 0.0 | 7/12 | 58.3 | 8 | 19 | 27 | 4 | 8 | 8 | 5 | 1 |
| ||||||



