Í Ljónagryfjunni í kvöld áttust við heimamenn í Njarðvík á móti bláliðum Stjörnunnar. Mikil blóðtaka fyrir lið heimamanna í kvöld að landsliðsmennirnir Haukur Helgi Pálsson og Logi Gunnarsson voru hvorugir í búning í kvöld, Haukur að glíma við meiðsli en Logi með flensu.
1. leikhluti fór rólega af stað þar sem liðin voru að þreifa fyrir sér í sókninni. Stjarnan var að láta boltann fljóta vel í sókninni en opnu skotin sem þeir fengu ekki að rata rétta leið. Leikurinn var mjög jafn og liðin skiptust á að skora sem fór svo að Njarðvík leiddi 21-19 eftir að Maciej Baginski setti niður góða 3 stiga körfu.
2. leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti endaði með 3. stiga körfu frá Maciej en kappinn var þá kominn með 11 stig. Fyrir utan þessa körfu hjá Maciej áttu liðin erfitt með að koma boltanum ofaní og mikið um lélegar sendingar og skot í upphafi leikhlutans. Til að mynda átti Ágúst Angantýsson skemmtilega tilraun við að koma boltanum öfuga leið í gegnum körfuna og þaðan ofaní sem gekk ekki hjá kappanum. Oddur Kristjánsson koma heimamönnum í 27-19 með góðri 3. stiga körfu þegar 6:40 voru eftir á klukkunni en þá höfðu aðeins 3 leikmenn Njarðvíkur komist á blað í stigaskori. Njarðvík var að spila fína vörn á þessum kafla sem skilaði þeim mest 8 stiga forystu en hún hvarf fljótt þegar gestirnir náðu 9-0 kafla um miðbik leikhlutans og komu stöðunni í 31-32. Leikur Njarðvíkur riðlaðist töluvert þegar leið á og stálu Stjörnumenn til að mynda boltanum í tvígang undir lok leikhlutans sem endaði með körfu í bæði skiptin. Tómas Þórður lokaði svo fyrri hálfleik með góðri körfu og kom gestunum í 34-39.
Atkvæðamestir hjá Njarðvík; Maciej Baginski 14 stig/4 fráköst, Oddur Kristjáns 12 stig/5 fráköst en þeir tveir voru í sérflokki hjá heimamönnum í fyrri hálfleik.
Atkvæðamestir hjá Störnunni; Justin Shouse 14 stig/3 fráköst, Al´lonzo Coleman 8 stig/6 fráköst/ 7 stoðsendingar, Tómas Þórður og Marvin 6 stig.
3. leikhluti byrjaði rosalega því á meðan ekkert gekk upp hjá bláklæddum gestunum, þá gekk allt upp hjá heimamönnum sem óðu áfram og settu hverja körfuna á fætur annarri ofaní ásamt því að ná góðum stoppum á Stjörnumenn. Mikil keyrsla á mönnum innan vallar sem utan því Friðrik Ingi og Teitur þjálfarar Njarðvíkur voru líflegir á hliðarlínunni og öskruðu sína menn áfram. Varnarleikur gestana var mjög slakur og menn engan vegin á tánum. Njarðvík breytti stöðunni úr 34-39 í 47-39 eða 13 stiga sveifla. Stjörnumenn skoruðu sín fyrstu stig þegar 6 mínútur voru búnar af leikhlutanum en þau gerði Tómas Heiðar með góðri körfu. Liðin skiptust svo á að skora og koma Marvin Valdimars sterkur inn hjá gestunum en hann setti tvær 3. stiga körfur undir lok leikhlutans. Það var hinsvegar Maciej Baginski sem stal senunni en hann setti 10 stig í leikhlutanum og spilaði mjög vel ásamt Snjólfi Marel sem var mjög grimmur í fráköstum fyrir heimamenn. Staðan að leikhlutanum loknum 59-49 en Njarðvík vann leikhlutann 25-10.
4 leikhluti byrjaði á tvemur 3. stiga körfum frá gestunum sem var svarað með körfum frá Oddi Kristjáns og Jeremy Atkinsson fyrir Njarðvík. Í stöðunni 66-57 virtust heimamenn halda að þeir þyrftu ekki að spila leikinn lengur því allar sóknaraðgerðir þeirra urðu stirðar og svo fór að gestirnir gengu á lagið með 11-0 áhlaupi sem endaði með góðri 3. stiga körfu frá Tómasi Heiðari og staðan orðin 66-68 Stjörnunni í vil. Þá hófst æsispennandi kafli en Maciej jafnaði metin 68-68 af vítalínunni. Stjörnumenn komust yfir í næstu sókn 68-70 þegar Tómas Þórður fékk boltan óvænt undir körfunni eftir mikið klafs í teignum hjá Njarðvík. Heimamenn brunuðu í sókn og Maciej var við það að leggja boltan ofaní körfuna eftir að hafa keyrt inn í teiginn þegar Al´lonzo blokkaði boltann en flautuð var villa í leiðinni. Njarðvík vildi meina að boltinn hefði snert spjaldið og því ofaní þegar hann blokkaði hann og fór svo að dómararnir dæmdu á þá leið. Maceij fékk því villu og karfa góð dæmda. Hann setti vítið niður og kom Njarðvík í 71-70 þegar 13 sekúndur voru eftir á klukkunni. Stjarnan tók boltann í leik, Al´lonzo fær boltan undir körfunni og brutu heimamenn klaufalega á honum, nema hann setur skotið í leiðinni og fær því villu og karfa góð dæmda. Hann setti vítið og koma gestunum yfir 73-71. Njarðvík átti boltann þegar 6:90 sek voru á klukkunni, Maciej Baginski endaði á að taka lokaskotið þegar flautan gall en það rataði ekki rétt leið og var sigurinn því Stjörnumanna 71-73 í sannkölluðum naglbýt.
Atkvæðamestir hja Njarðvík; Maciej Baginski 31 stig/6 fráköst, Oddur Kristins 21 stig/ 6 fráköst/ 3 stoðsendingar/ 4 stolnir, Jeremy Atkinsson 11 stig/ 5 fráköst/ 6 stoðsendingar, Snjólfur Marel 4 stig/ 10 fráköst/ 4 stolnir.
Atkvæðamestir hjá Stjörnunni; Al´lonzo Coleman 20 stig/ 10 fráköst/ 7 stoðsendingar, Justin Shouse 19 stig/ 10 fráköst/ 4 stoðsendingar/ 5 stolnir, Marvin Valdimars 12 stig/8 fráköst, Tómas Heiðar 10 stig/3 stoðsendingar.
Umfjöllun/ ÁÞÁ
Mynd/ SBS



