spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaNæstum fimm ár síðan KR vann í Garðabæ

Næstum fimm ár síðan KR vann í Garðabæ

Toppslagur Stjörnunnar og KR hefst kl. 20.15 í Domino´s-deild karla í kvöld. Tæp fimm ár eru liðin síðan KR vann deildarleik í Garðabæ! Síðasti deildarsigur KR gegn Stjörnunni í Ásgarði (Mathús Garðabæjar Höllinni) kom í októbermánuði 2015, þá voru lokatölur 80-76.

Það er svo sem engum blöðum um það að fletta að KR hefur verið með tangarhald á Íslandsmeistaratitlinum núna sex ár í röð og því ósigrarnir í deildarleikjum í Garðabæ ekki komið að sök. Ná meistarar KR að komast á sigurbraut í Garðabæ í kvöld eða verður þetta að sex ára bið?

Stjarnan og KR mættust í fyrsta sinn í úrvalsdeild á heimavelli Stjörnunnar árið 2002 og þá máttu nýliðar Stjörnunnar fella sig við 26 stiga ósigur. Síðan þá hafa liðin átt að baki alls 13 deilarviðureignir í Garðabæ og KR með níu sigra. Í tíundu tilraun á heimavelli tókst Stjörnunni að leggja KR í október 2015 og hafa síðan þá unnið alla heimaleiki sína gegn meisturunum.

Fréttir
- Auglýsing -