spot_img
HomeFréttir"Næst er að halda einfaldlega haus"

“Næst er að halda einfaldlega haus”

Keflavík tók á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni karla. Flott stemmning í húsinu og greinilegt að tilhlökkunin og spennan vegna úrslitakeppninnar leyndi sér ekki. Gestirnir innbyrtu sigurinn eftir framlengdan leik, 107-114, í frábærum leik.

Hérna er meira um leikinn

Pavel Ermolinskij þjálfari Tindastóls var sáttur í leikslok, sagði þennan leik hafa verið mikla skemmtun.

“Ég er virkilega ánægður með mína menn; sóknarleikurinn beggja liða var góður og það sést á stigaskorinu. Ég er nokkuð viss um að skemmtanagildi leiksins var hátt. Við  vorum í góðri stöðu þegar lítið var eftir en Keflvíkingar eru með frábært lið, og það þýðir ekkert að ætla sér að verja forskot og halda niðri hraðanaum þegar þeir eru annars vega. Vissulega misstum við leikinn í framlenginu en vorum samt ekkert að svekkja okkur á því. Leikmenn voru síðan yfirvegaðir og skynsamir í framlengingunni og flottur sigur staðreynd. Næst er að halda einfaldlega haus; við gerum okkur vel grein fyrir því að það má ekkert klikka því þá eru þeir um leið farnir að anda ofan í hálsmálið á okkur.”

Fréttir
- Auglýsing -