spot_img
HomeFréttirNærri 50 nýjir krakkar á körfuboltaæfingu

Nærri 50 nýjir krakkar á körfuboltaæfingu

20:22

{mosimage}

Patrick Oliver og Pálmar Ragnarsson með 2-B í Rimaskóla 

Það var mikið fjör í Rimaskóla þegar að fyrsta æfingin fyrir byrjendur var haldin í dag. Eftir skemmtilegar skólakynningar daginn áður mættu hvorki meira né minna en á milli 40 og 50 krakkar á svæðið og tóku þátt í miklu fjöri!

Þjálfararnir ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar þeir sáu allan herskarann af börnum sem var mættur inn í sal, og voru að vonum hæstánægðir með mætinguna. "Þetta var hrikalega gaman og ótrúlegt að sjá hversu margir voru mættir" sagði Pálmar Ragnarsson þjálfari í viðtali eftir æfinguna. "Það getur verið smá bras að fá 50 fjörug börn til þess að stoppa boltann á sama tíma, en þessir krakkar voru sko rosalega stilltir og ég er viss um að allir hafi skemmt sér vel."

Nánar má lesa um þetta á heimasíðu Fjölnis auk þess sem þar eru myndir.

www.fjolnir.is/karfa
Mynd: www.fjolnir.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -