spot_img
HomeFréttirNær Keflavík að hefna sín á Haukum?

Nær Keflavík að hefna sín á Haukum?

Fimm leikir fara fram í Dominos deild karla í kvöld. Leikið er í 19. umferð Dominos deildarinnar og ljóst að gríðarleg spenna er framundan. 

 

Haukar keyra til Keflavíkur og mæta þar heimamönnum. Haukar unnu fyrri leik liðanna með nærri 20 stigum en hafnfirðingar hafa enn ekki unnið útileik á tímabilinu nema gegn Snæfell. Keflavík hefur aftur á móti unnið báða leiki sína eftir að Friðrik Ingi tók við liðinu fyrir stuttu. 

 

Annað kvöldið í röð er það Skallagrímur sem mæta í Ásgarð en félögin mættust einnig í Dominos deild kvenna í gær. Snæfell freistar þess að ná í fyrsta sigur tímabilsins er Grindavík mætir í heimsókn. Hólmarar töpuðu naumlega í síðustu umferð gegn Skallagrím og mæta því með blóðið á tönnunum. 

 

Danero Thomas mætir fyrrum félögum sínum í Þór Ak í fyrsta skipti frá því hann yfirgaf félagið í Janúar og gekk til liðs við ÍR. Tindastóll leikur svo sinn annan heimaleik í röð er Þór Þ mætir í heimsókn. 

 

Leikir dagsins:

 

Dominos deild karla:

Stjarnan – Skallagrímur kl 19:15 

Snæfell – Grindavík kl 19:15

Keflavík – Haukar kl 19:15 (í beinni á Stöð 2 sport) 

ÍR – Þór AK kl 19:15

Tindastóll – Þór Þ kl 19:15 (í beinni á Tindastóll TV)

 

1. deild karla:

FSu-Valur kl 19:15

 

Fréttir
- Auglýsing -