spot_img
HomeFréttirNær Ísland í fyrsta sigurinn?

Nær Ísland í fyrsta sigurinn?

 

Ísland mætir heimamönnum í Finnlandi kl. 17:45 í síðasta leik sínum á lokamóti EuroBasket 2017. Liðið á ekki möguleika á að komast áfram þó það sigri leikinn, þar sem bæði Grikkland og Pólland (sem mætast innbyrðis í dag) eru komin með einn sigur hvort, en annaðhvort þeirra mun taka fjórða og síðasta sætið í 16 liða úrslitunum úr riðlinum.

 

Ísland getur hinsvegar með sigri náð í sinn fyrsta sigur á lokamóti, sem beðið hefur verið eftir síðan að liðið hélt út til Berlín á lokamótið árið 2015.

 

Finnlandi hefur gengið vel það sem af er móti. Eru sem stendur öruggir áfram í 16 liða úrslitin og geta með sigri í kvöld mögulega unnið riðilinn.

 

Hérna er staðan í riðlunum

 

 

Allir leikir dagsins verða í beinni útsendingu á RÚV:

 

Slóvenía – Frakkland – 11:45 RÚV
Grikkland – Pólland – 14:30 RÚV
Finnland – Ísland – 17:45 RÚV

 

Mynd / FIBA

Fréttir
- Auglýsing -