spot_img
HomeFréttirNær Gonzaga í sinn fyrsta titil?

Nær Gonzaga í sinn fyrsta titil?

Undanúrslit í Marsbrjálæðinu hefjast í kvöld með einum leik. Úrslitakeppni Háskólaboltans hefur verið algjörlega geggjuð í þetta skipti og má segja að brjálæðið hafi staðið undir nafni. Það náði ákveðnum hápunkti í leik North Caroline og Kentucky í átta liða úrslitunum um síðustu helgi. Þá vann UNC á ótrúlegri flautukörfu eftir að Kentucky hafði jafnað leikinn örfáum sekúndum áður. Sjá má þessar æsilegu lokasekúndur hér að neðan og er að sjálfsögðu búið að bæta Titanic tónlistinni undir.

 

 

FINAL FOUR 1. og 2. apríl 2017.

Gonzaga – South Carolina kl 22:00 laugardaginn 1. apríl.

 

Fyrri leikur undanúrslitanna fer fram í kvöld þar sem Suður Karólínu háskólinn mætir Gonzaga. Gonzaga var efst í sinni deild og er komið í fyrsta skipti í Final 4 í sögunni þrátt fyrir að hafa verið ansi sterkt lið í gegnum tíðina. Sindarius Thornwell hefur leitt sína menn í South Carolina í gegnum úrslitakeppnina eftir að hafa endað í sjöunda sæti sinnar deildar. Liðið tók meðal annars stórlið Duke úr leik sem var talið ansi líklegt til sigurs. Í átta liða úrslitum vann liðið svo Baylor skólann eftir hörkuleik. 

 

Gonzaga er samkvæmt veðbönkum talið líklegast til sigurs í mótinu en í liðinu er meðal annars miðherjinn Zach Collins sem er talin vera um tíundi í NBA nýliðavalinu á næsta ári. Liðið hefur verið það besta á tímabilinu en spurning er hvort reynsluleysi liðsins muni koma í bakið á þeim. 

 

Oregon-UNC kl 00:40 sunnudaginn 2. apríl.

 

Seinni undanúrslitaleikurinn fer fram eftir miðnætti laugardagsins 1. apríl beint að loknum fyrri leiknum. Þar mætast Norður Karólínu háskólinn og Oregon háskólinn í risaslag. North Carolina var í fyrsta sæti suðurdeildarinnar og þurfti meðal annars að slá út Butler og Kentucky á leið sinni í úrslit deildarinnar. Oregon er í fyrsta skipti í  undanúrslitum frá árinu 1939 en þá vann liðið mótið. Oregon voru í þriðja sæti í miðvesturdeildinni og unnu Kansas og Michigan á leið sinni þangað. 

 

Justin Jackson hefur verið gríðarlega sterkur fyrir UNC á tímabilinu og verður hann í NBA nýliðavalinu í vetur. Hjá Oregon er Jordan Bell einna mest spennandi leikmaðurinn. UNC á að baki mikla sögu í úrslitakeppni háskólaboltans og á að baki fimm titla og þann síðasta árið 2009. Segja má að liðið sé því næstsigursælast í þessari keppni og hafi söguna með sér. 

 

 

Mynd / SI.com

Fréttir
- Auglýsing -