spot_img
HomeFréttirNær Fjölnir að halda aftur af Val?

Nær Fjölnir að halda aftur af Val?

 

Tveir leikir fara fram í Dominos deild karla í kvöld. Suðurnesjaslagur er í Ljónagryfjunni þar sem að heimamenn í Njarðvík taka á móti Grindavík. Þá halda nýkrýndir bikarmeistarar KR norður á Akureyri þar sem þeir leika við nýliða Þórs.

 

Einnig eru þrír leikir í 1. deildinni. Helstan ber þar að nefna slag Fjölnis, sem er í 2. sæti deildarinnar og Vals, sem er sæti neðar í því 3. Leikurinn mjög mikilvægur fyrir bæði liðin í baráttu þeirra við topplið Hattar um efsta sæti deildarinnar, en það er jafnframt eina sætið sem tryggir beina leið aftur upp í Dominos deildina.

 

Staðan í Dominos deild karla

Staðan í 1. deild karla

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild karla:

Njarðvík Grindavík – kl. 19:15

Þór Akureyri KR – kl. 20:00 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

 

1. deild karla:

Vestri Hamar – kl. 18:30 í beinni útsendingu Jakinn Tv

Ármann FSu – kl. 19:15

Valur Fjölnir – kl. 19:30

 

 

Fréttir
- Auglýsing -