spot_img
HomeFréttirNær Bonneau hefndum í DHL-höllinni?

Nær Bonneau hefndum í DHL-höllinni?

Þrír leikir fara fram í Dominos deild karla í kvöld í áttundu umferð. Snæfell freistar þess enn að ná í sinn fyrsta sigur en mæta í kvöld Grindavík á útivelli sem hefur unnið síðustu fjóra leiki í röð. 

 

Skallagrímur tekur á móti Stjörnunni þar sem Hlynur Bæringsson mætir á sinn gamla heimavöll en borgnesingar munu frumsýna nýja leikklukku í Fjósinu. Skallagrímur hefur unnið síðustu tvo leiki í deildinni en Stjarnan tapaði gegn Tindastól á heimavelli í síðustu umferð. 

 

Í vesturbæ Reykjavíkur fá síðan Íslands- og bikarmeistarar KR Njarðvík í heimsókn. Liðin hafa mæst tvo ár í röð í undanúrslitum deildarinnar og háð eftirminnilegar rimmur. Sér í lagi 2015 er Stefan Bonneau fór hamförum en hann er nú aftur mættur í Njarðvíkur liðið og leggur því væntanlega á ráðin um hefnd. 

 

Einnig fer fram leikur í unglingaflokk kvenna þar sem Ármann/Stjarnan mætir Njarðvík. Þá mæta Haukar Stjörnunni í bikarkeppni 10. flokks drengja. 

 

 

Leikir dagsins í Dominos deild karla: 

 

Skallagrímur – Stjarnan

Grindavík – Snæfell 

KR – Njarðvík (í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og sýnt á KR TV) 

Fréttir
- Auglýsing -