spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaNáðu í tvö stig í Garðabæinn

Náðu í tvö stig í Garðabæinn

Nýliðar KR höfðu betur gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld í þriðju umferð Bónus deildar kvenna.

KR hefur því unnið tvo og tapað einum eftir fyrstu þrjár umferðirnar á meðan Stjarnan hefur tapað fyrstu þremur.

Upphafsmínútur leik kvöldsins voru jafnar og spennandi, en þegar líða fór á fyrsta fjórðung náðu gestirnir úr Vesturbænum æ meiri tökum á leiknum og eru 8 stigum yfir að honum loknum. Þær ná svo meira en minna að halda fengnum hlut til loka fyrri hálfleiks og leiða með 10 stigum þegar liðin halda til búningsherbergja.

Allan þriðja fjórðunginn nær KR að halda forskoti sínu í kringum 10 stigin og er það enn munurinn fyrir lokaleikhlutann. Í honum ná heimakonur ekki að setja saman álitlegt áhlaup að forystunni og nær KR jafnt og þétt að bæta í til enda leiksins. Niðurstaðan að lokum nokkuð öruggur sigur KR, 60-77.

Stigahæstar fyrir Stjörnuna í leiknum voru Eva Wium Elíasdóttir með 27 stig og Diljá Ögn Lárusdóttir með 10 stig.

Fyrir KR var stigahæst Eve Braslis með 21 stig og Molly Kaiser henni næst með 14 stig.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -