spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Ná þeir að skrá sig á spjöld sögunnar?

Ná þeir að skrá sig á spjöld sögunnar?

Þýskaland mætir Tyrklandi kl. 18:00 í dag í úrslitaleik EuroBasket 2025.

Þýskaland unnu síðasta heimsmeistaramót árið 2023 og freista því í dag að ná einnig í EuroBasket titil. Þjóðin hefur í eitt skipti áður unnið mótið, 1993, en þátttaka þeirra á mótinu þetta árið er sú tuttugasta og fimmta.

Fari svo að Þýskaland vinni úrslitaleik dagsins nær þjóðin að skipa sér á fámennan bekk þjóða sem bæði hafa verið ríkjandi heims- og Evrópumeistarar á sama tíma.

Oftast tókst Júgóslavíu að takast að halda í báða titla á sama tíma, eða í fjögur skipti, 1977-1978, 1989-1990, 1997-1998, og 2001-2002. Þar næst koma Sovíetríkin, en í tvígang, 1967 og 1982 voru þau handhafar bæði heims- og Evrópumeistaratitils.

Síðasta þjóðin til þess að vera handhafi beggja titla var Spánn, sem vann heimsmeistaramótið 2019 og þremur árum seinna urðu þeir Evrópumeistarar 2022.

Fréttir
- Auglýsing -