spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNá Stólarnir loksins að vinna þann stóra eftir fjórar misheppnaðar ferðir í...

Ná Stólarnir loksins að vinna þann stóra eftir fjórar misheppnaðar ferðir í úrslit?

Valur tekur á móti Tindastóli í Origo Höllinni kl. 19:15 í kvöld í fyrsta leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla.

Félögin tvö eru þau sömu og léku til úrslita á síðasta ári, en þá hafði Valur betur eftir oddaleik í spennandi einvígi, 3-2.

Var þessi titill Vals sá fyrsti sem félagið vann eftir að úrslitakeppnin var sett á laggirnar tímabilið 1983-84, en félagið hafði í þrígang farið í úrslit og tapað áður. Í fyrstu úrslitakeppninni árið 1984 tapaði Valur í úrslitum fyrir Njarðvík 2-0, aftur tapa þeir svo fyrir Njarðvík 2-0 árið 1987 og árið 1992 tapa þeir fyrir Keflavík í hörku einvígi 3-2.

Ferðir Vals í úrslit

1984 – Njarðvík 2 0 Valur

1987 – Njarðvík 2 0 Valur

1992 – Keflavík 3 2 Valur

2022 – Valur 3 2 Tindastóll

Tindastóll hefur hinsvegar aldrei náð að vinna Íslandsmeistaratitilinn þrátt fyrir margar álitlegar tilraunir. Ferð þeirra til úrslita þetta árið er sú fimmta, en áður hafa þeir tapað úrslitaeinvíginu í fjögur skipti. Árið 2001 tapar Tindastóll fyrir Njarðvík í úrslitum 3-1, 2015 fyrir KR 3-1, aftur fyrir KR árið 2018 3-1 og svo á síðasta ári eftir oddaleik gegn Val 3-2.

Ferðir Tindastóls í úrslit

2001 – Njarðvík 3 1 Tindastóll

2015 – KR 3 1 Tindastóll

2018 – KR 3 1 Tindastóll

2022 – Valur 3 2 Tindastóll

Fréttir
- Auglýsing -