spot_img
HomeFréttirMyndsafn: Æfingabúðir fyrir stóra leikmenn

Myndsafn: Æfingabúðir fyrir stóra leikmenn

 
Körfuknattleikssamband Íslands hélt á dögunum æfingabúðir fyrir hávaxna leikmenn. Æfingarnar fóru fram í Dalhúsum í Grafarvogi undir stjórn Friðriks Péturs Ragnarssonar en honum til aðstoðar voru margir góðir gestir og m.a. Pétur Guðmundsson, heiðursgestur KKÍ á lokahófi sambandsins um síðastliðna helgi.
Tomasz Kolodziejski var vitanlega mættur á svæðið og tók myndir af búðunum sem og öllum þeim góðu gestum sem lögðu leið sína við búðirnar en á meðal þeirra voru Yvan Mainini forseti FIBA, Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og FIBA Europe og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ. Fleiri góðir gestir mættu við búðirnar sem þóttust takast með miklum ágætum.
 
Fréttir
- Auglýsing -