spot_img
HomeFréttirMYNDIR - Stjörnumenn unnu æfingamótið í Ásgarði

MYNDIR – Stjörnumenn unnu æfingamótið í Ásgarði

Í kvöld var leikið til úrslita í æfingamóti Stjörnunnar sem fór fram í Ásgarði heimavelli Garðbæinga. Í úrslitum var Keflavík og Stjarnan en um þriðja sætið léku ÍR og Breiðablik.
Heimamenn í Stjörnunni unnu Keflvíkinga 92-80 þar sem Justin nokkur Shouse var með 24 stig fyrir heimamenn og Jovan Zdravevski setti 20. Hjá Keflavík var Hörður Axel Vilhjálmsson með 24 stig og Þröstur Jóhannsson skoraði 21 stig.
 
Í leiknum um þriðja sætið unnu ÍR-ingar Breiðablik 83-63.
 
Stjarnan-Keflavík myndir
Breiðablik-ÍR myndir
 
Ljósmynd/[email protected]úr leiknum í kvöld

Fréttir
- Auglýsing -